top of page

AÐSTAÐAN HJÁ GA

 

Golfskóli Akureyrar (GSA) er starfræktur hjá Golfklúbbi Akureyrar (GA) að Jaðri.  Við golfskálnn á Jaðri eru frábær æfingasvæði til að æfa alla hluti leiksins.  Æfingasvæðið Klappir, sem opnaði 2016, býður uppá 13 bása innandyra til að slá löng högg út á svæðið sem og 15 bása uppá þaki með frábæru útsýni út Eyjafjörðinn.  Í Klöppum er einnig glæsilegt kennsuherbergi með öllum helsta búnaði til kennslu og mælinga.  Stór og góð púttflöt og tævr vippflatir með æfingaglompu eru við skálann, þar sem gott er að skerpa vel á stutta spilinu.  Skammt frá skálanum er svo hinn skemmtilegi 6 holu æfingavöllur - Dúddisen, sem er frábær fyrir börn og byrjendur að stíga sín fyrtu skref í golfinu.  Yfir vetrarmánuðina er starfsemi GSA einnig mikið fram í innanhússaðsaðstöðu GA, sem er í kjallara íþróttahallarinnar á Akureyri (við hliðina á sundlauginni).  Þar er aðstaða til að slá í net, æfa pútt og vipp sem og tveir fullkomnir Trackman golfhermar þar sem hægt er að spila yfir 30 heimsþekkta golfvelli.  Einnig eru Trackman tækin, sem mælia höggin og sveifluna af mikilli nákvæmni notuð í allri kennslu og mælingum hjá okkur, bæði inni og úti.

Æfingasvæðið - löng högg

 

Í júní 2016 opnaði hið glæsilega æfingasvæði Klappir hjá GA.  Í Klöppum eru alls 28 básar til æfinga, þar af 13 yfirbyggðir.  Einnig er þar sérstakt kennsluherberg með tveimur básum.  Í Klöppum njóta kylfingar skjóls frá veðri og vindum og því er hægt að æfa sveifluna og löngu höggin nánast allt árið um kring.  Boltakort og myntir í boltavélina fást í Golfveslun eða Golfhöll GA yfir vetrarmánuðina.  Með tilkomu Klappa hefur Golfskóli Akureyrar fengið eina allra bestu aðstöðu á landinu til golfkennslu, mælinga og námskeiðahalds.  Verið velkomin í Klappir!

Stutta spilið - pútt og vipp

 

Stutta spilið er sennilega mikilvægasti þáttur leiksins og því bjóðum við hjá GA uppá fyrsta flokks aðstöðu til æfinga í þeim efnum.  Tvær púttflatir eru í nágreeni golfskálans, stór vippflöt og nokkar glompur eru meðal þess sem kylfingar geta notfært sér til að bæta þessi mikilvægu högg.  Notast skal við eigin bolta til æfinga á stutta spilinu og gleymum ekki að laga öll boltaför, raka glompur og setja torfusneplana aftur í kylfuförin að æfingu lokinni.   

Innanhússaðstaða GA

 

Golfhöllin á Akureyri sem tilheyrir GA er starfrækt yfir vetrarmánuðina í Íþróttamiðstöðinni á Akureyri (við hliðina á sundlauginni).  Þar er að finna fyrsta flokks aðstöðu til innanhússæfinga.  Stór pútt og vippflöt, 5 mottur til að slá í net og 2 golfhermar, þar sem leika má heimsþekkta golfvelli.  Hið fullkomna Trackman tæki GA notað óspart við alla golfkennslu og mælingar til að hjálpa kylfingum á öllum stigum ná betri árangri. Kaffiterían þar sem horfa má á golf og enska boltan í beinni, er einnig vinsæll staður á milli stunda. 

bottom of page