top of page

Ég er fæddur 13. mars, 1975 í Reykjavík.  Kvæntur Egilstaðarmærinni Kristínu Hólm og eigum við saman þrjú börn, Helgu 9 ára, Jepser 4 ára og Eyrúnu 3 ára.  Það má með sanni segja að ég sé golfnörd af líf og sál, ég byrjaði í golfi um 10 ára gamall, með Dunlop blaðkylfum, umkringdur kríunum á Nesvellinum.  Um 13 ára gekk ég svo í GR og spilaði mest þá mest í Grafarholtinu næstu 10 árin eða svo. 

 

23 ára ákvað ég að mennta mig til golfkennara og hélt til náms hjá San Diego Golf Academy í Kalíforníu í Bandaríkjunum þar sem ég dvaldi í 2 ár.  Útskrifaðist þaðan sem dúx í "Golf Complex Operations and Management" með sérstakri áherslu á golfkennslu.  Árið 2000 fékk ég mitt fyrsta starf sem golfkennari hjá A6 Golfklubb í Jönköping í Svíþjóð, og hef ég starfað við golfkennslu allar götur síðan, eða alls um 23 ár.  Ég starfaði sem golfkennari á tveimur golfklúbbum á Englandi árin 2001 og 2006.  Einng starfaði sem yfirkennari hjá GKG árin 2001-2003 og golfkennari hjá GO 2004.  Þá var ég yfirkennari, vallastjóri og framkvæmdastjóri hjá GFH á Egilsstöðum 2005-2008.  Árin 2009-2015 starfaði ég sem yfirkennari hjá Torreby Golfklubb og Sotenäs Golfklubb í Svíþjóð.  Frá 2015-2017 starfaði ég svo sem yfigolfkenanri hjá Golfklúbbi Akureyrar.  Síðan 2018 hef ég starfað sjálfstætt sem PGA golfkennari undir merkjum Golfskoli.is.

 

Ég hef því komið nokkuð víða við og öðlast mikla og góða reynslu af starfi golfkennarans á hinum ýmsu stöðum í heiminum.  Árið 2009 útskrifaðist ég sem PGA golfkennari frá golfkennaraskóla PGA á Íslandi og fékk þar sérstaka viðurkenningu fyrir góðan námsárangur.  Ég hef ennþá mjög gaman að því að spila golf og keppa og reyni að sinna því eftir bestu getu hverju sinni.

 

Spakkmæli mitt í golfinu er einfalt:  Golf er leikur, ekki hafa áhyggjur af því að gera mistök, vertu frekar spennt(ur) yfir því sem þér gæti tekist!  Leikum okkur í golfi, þá er gaman!


Sjáumst hress og kát í fullri sveiflu!

Með golfkveðju,
Stulli

bottom of page