Ég er fæddur 13. mars, 1975 í Reykjavík.  Kvæntur Kristínu Hólm og á dóttirina Helgu Hólm (f. 2013), soninn Jesper Hólm (f. 2018) og hundinn Albert (f. 2009).  Það má segja að ég sé algjör golfnörd af líf og sál, ég byrjaði í golfi um 10 ára gamall, með Dunlop blaðkylfum, umkringdur kríunum á Nesvellinum.  Um 13 ára gekk ég svo í GR og spilaði þar allt til 23 ára aldurs, og komst niður í 4 í forgjöf.  

 

23 ára ákvað ég að mennta mig til golfkennara og hélt til náms í San Diego Golf Academy í Bandaríkjunum þar sem ég dvaldi í 2 ár.  Útskrifaðist þaðan sem dúx í "Golf complex operations and management" með sérstakri áherslu á golfkennslu.  Árið 2000 fékk ég mitt fyrsta starf sem aðstoðar golfkennari hjá A6 Golfklubb í Jönköping í Svíþjóð, og hef ég starfað við golfkennslu allar götur síðan.  Aðstoðarkennari á tveimur völlum í Englandi, 2001 og 2006.  Yfirkennari hjá GKG 2001-2003, golfkennari hjá GO 2004, yfirkennari og framkvæmdastjóri hjá GFH á Egilsstöðum 2005-2008.  Árin 2009-2015 starfaði ég sem yfirkennari hjá Torreby Golfklubb og Sotenäs Golfklubb í Svíþjóð.  Frá 2015-2017 starfaði ég sem yfigolfkenanri hjá Golfklúbbi AKureyrar. 

 

Ég hef því komið nokkuð víða við og öðlast mikla og góða reynslu af starfi golfkennarans á hinum ýmsu stöðum í heiminum.  Árið 2009 útskrifaðist ég sem PGA golfkennari frá golfkennaraskóla PGA á Íslandi og fékk þar sérstaka viðurkenningu fyrir góðan námsárangur.  Ég hef gaman að því að spila golf og keppa og hefur forgjöfin lægst komist í 0.  Ég hef spilað á Eimskips-mótaröðinni þagar ég hef haft tök á og verið á Íslandi.  Ég á þar best 8. sæti á Akranesi 2002. Einnig hef ég spilað á þónokkrum PGA mótum í bæði Svíþjóð og á Englandi og hef þar m.a. náð 5. sæti í sænska PGA meistaramótinu í betri bolta 2014.  


Sjáumst í fullri sveiflu!

 

Með golfkveðju,
Sturla