top of page
taylormade-sim-2-golf-clubs-blog.webp
TM járn 2021.jpg
Cleveland.jpg

MÆLINGAR - CUSTOM FITTING

Við bjóðum kylfingum mælingar, prófanir og pantanir á öllum nýjustu kylfunum frá TaylorMade og Cleveland Golf.  Afgreiðslutími pantana er oftast um 2-3 vikur.  Fáðu verð draumasettið þitt hjá okkur í dag, með því að hafa samband hér 

Þegar kemur að því að kaupa sér nýjar golfkylfur er mjög mikilvægt að þær passi fullkomlega að þér og þinni sveiflu.  Við erum svo ótrúlega ólíik í líkamsbyggingu og sveiflutækni að það er ómögulegt að allir geti haft samskonar kylfur.  Hið eina rétta er því að koma í mælingu og fá nýju kylfurnar þínar "klæðskerasniðnar" að þínum þörfum.  Það er klárlega mun skemmtilegra að spila með kylfum sem að hjálpa þér að ná lengri og betri höggum.

Notast er við Trackman 4 golfherminn í öllum mælingum hjá okkur.  Trackman 4 er eitt fullkomnasta tækið á markaðinum í dag og gefur okkur mjög nákvæmar mælingar á höggunum og sveiflunni.

 

Það sem greint er í mælingunni er m.a.:

 

  • Sveifluhraði, sveifluspor o.fl.

  • Tilhneiging í höggum (högglengd,hægri, vinstri, hátt lágt o.s.frv.)

  • Hæð þín með tillitit til lengdar og legu kylfunnar

  • Stærð handa, fingra og grips kylfunnar

  • Stífleiki skaftsins í kylfunni (senior, regular, stiff...)

  • Gerð skafts í kylfunni (stál, grafít...)

  • Uppsettnig á settinu (járn, blendingar, brautatré, fleygjárn...)

  • Ráðlegging við val á merkjum og týpum

 

Verð á mælingum:

Mæling fyrir járnasett eða 1-2 trékylfur (30 mín) .....  6.000 kr.

Mæling fyrir heilt sett (járnasett + trékylfur + driver) (60 mín) .....  12.000 kr.

Einnig hægt að koma í mælingu fyrir pútter (30 mín) og fleygjárn (30 mín)

bottom of page