top of page
Lengri upphafshögg
...og þú brosir allan hringinn!

Öll dreymir okkur um löng og falleg upphafshögg sem lenda á miðri brautinni.  Þetta þarf ekki að vera bara eitthver fjarlægur draumur, þú getur lengt upphafshöggin þín verulega með því að læra réttu tæknina með drivernum.

 

Áttu í erfiðleikum með slæsið og missir mikla lengd vegna þess?  Þá er þetta klárlega námskeiðið fyrir þig!

 

Farið er yfir tæknina (sveifluna), líkamlega þáttinn, útbúnaðinn o.fl. sem snýr að því að ná lengri og betri upphafshöggum. 

 

 • Fjöldi: 4-8 manns í hóp.

 • 2 skipti, 1,5 klst. í senn, samtals 3 klst.

Námskeið 2021:

 • Námskeið 1:

 • Námskeið 2:​

Verð: 9.000 kr.

Skráðu þig í hér!

Konur.jpeg
Byrjendanámskeið
...komdu í golf, það er geggjað!

Að byrja i golfi er líklega það besta sem þú getur gert fyrir bæði líkama og sál!  Lærðu öll undirstöðuatriðin í þessum frábæra leik á léttu og skemmtilegu byrjendanámskeiði. 

 

Áður en þú veist af verður þú komin(n) út á völl að brillera í mjög svo fallegri tíglapeysu!

 • Fjöldi: 4-8 manns í hóp.

 • 6 skipti, 1,5 klst. í senn, samtals 9 klst.
   

 • Einnig er hægt að taka byrjendananámskeið í einkakennslu eða í þínum eigin "einka-hóp" þar sem 2-4 eru saman - hafið samband fyrir verð og tímasetningar á golfskoli.is@gmail.com 

Námskeið 2021:

Verð: 27.000 kr.

Skráðu þig í hér!

Bættu stutta spilið
...og skorið þitt lækkar strax!

Það er ekkert sem að hefur eins mikil áhrif á skorið þitt eins og árangur þinn í stutta spilinu.  Af hverju æfa þá flestir bara sveifluna daginn út og daginn inn?  Ef þú bætir stutta spilið hjá þér munu skorin þín lækka strax.  Leikurinn snýst jú um að koma kúlunni í holuna á eins fáum höggum og hægt er og það eru engar myndir á skorkortinu!

 

Kíktu á stuttaspilsnámskeið og náðu færni og öryggi í öll högg frá 50 m og inn.  Farið verður í pútt, vipp, pitch (stutt innáhögg), lobb og glompuhögg.

 

 • Fjöldi: 4-8 manns i hóp.

 • 4 skipti, 1,5 klst. í senn, samtals 6 klst.

 

Námskeið 2021:

 

Verð: 18.000 kr.

 

Skráðu þig í hér!

 

Golfing
Virkir dagar kl. 14 - 15
...ert þú laus þá?
Þá er þetta námskeið fyrir þig!

Þetta námskeið er hugsað fyrir þá sem eru lausir yfir miðjan daginn og vilja koma saman og æfa alla þætti golfleiksins á skemmtilegan hátt.

Námskeiðið er haldið alla þriðjudaga og fimmtudaga kl. 14:00 - 15:00.

Fjöldi: 4-8 manns í hóp.
8 skipti, 1 klst. í senn, samtals 8 klst.

Námskeið 2021:

Verð: 20.000 kr.

Skráðu þig í hér!

bottom of page